Author Archives: Guðmundur Breiðfjörð

Sigurður Þorvaldsson, 1960-,

Sigurður Þorvaldsson, 1960-, hóf að æfa og leika með Þrótti strax eftir flutninginn í Sæviðarsundið 1969, þótt hann byggi í miðju Víkingshverfinu.  Það kom ekkert annað félag en Þróttur til greina, enda höfðu faðir hans, Þorvaldur Ísleifur,  og þrír eldri … Read More

Lára Dís Sigurðardóttir fagnar 15 ára starfsafmæli um þessar mundir

Lára okkar hóf störf fyrir Þrótt árið 2005 í félagsheimili Þróttar og vakti strax athygli fyrir röska framkomu og dugnað.  Í gegnum árin hafa Þróttarar getað leitað til Láru með ýmis mál, enda ráðagóð og úrræðasöm.  Í hinum stundum karllæga … Read More

Lárus Ólafsson er 75 ára í dag, 7.september.

Hann lék knattspyrnu með yngri flokkum félagsins. Þróttarar senda honum árnaðaróskir í tilefni dagsins.

Tyler Brown til liðs við Þrótt

Enski varnarmaðurinn Tyler Brown hefur gengið til liðs við Lengjudeildarlið Þróttar og mun leika með liðinu út yfirstandandi keppnistímabil.  Tyler er 22 ára gamall og kemur til Þróttar frá Crystal Palace en hann gekk til liðs við U23 lið Palace … Read More

Úrslitakeppni 5 flokks stúlkna í Laugardalnum um helgina

Úrslitakeppni 5 flokks stúlkna fer fram á Valbjarnarvelli og Eimskipsvellinum um helgina en Þróttur á 3 lið af 8 í úrslitakeppninni. Leikið er á föstudag, laugardag og sunnudag og er leikjaniðurröðun hér. Þróttarar eru hvattir til að mæta á völlinn … Read More

Æfingatafla í handbolta – æfingar hefjast mánudaginn 7.september

Ný æfingataflan í handbolta hjá Þrótti fyrir haustið 2020 hefur verið birt og er að finna hér Æfingar í handboltanum hefjast mánudaginn 7.september skv. töflu. Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að skrá viðkomandi iðkanda þannig að hægt verði að sjá … Read More

Sölvi Björnsson að láni frá Gróttu

Þróttur hefur fengið framherjann Sölva Björnsson að láni frá Gróttu út tímabilið og kom hann við sögu í leik liðsins gegn Þór s.l. laugardag.   Sölvi, sem er 21 árs gamall,  er uppalinn KR ingur en gekk til liðs við Gróttu … Read More

Æfingar í blaki haustið 2020

Æfingar í blaki hjá Þrótti hefjast þriðjudaginn 1.september skv. æfingatöflu sem finna má hér. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til þess að skrá iðkendur hið fyrsta inni á skráningarsíðu Þróttar https://trottur.felog.is/  og jafnframt skrá börnin í íþróttarútuna sem þess þurfa … Read More

Æfingatafla í knattspyrnu haustið 2020 – mikilvægar upplýsingar

Ný æfingataflan í knattspyrnu hjá Þrótti fyrir haustið 2020 hefur verið birt og er búið að gera lítilsháttar breytingar á töflunni frá því drög voru send út þann 15. ágúst s.l. (7 flokkur stúlkna æfir á mánudögum kl 16-17 og … Read More

Guðmundur Vignir Óskarsson, 1951-,

Guðmundur Vignir Óskarsson, 1951-, var einn af foreldrunum, í 5.flokki, sem á Akureyri 2001, fengu þá flugu í höfuðið að það vantaði mót fyrir 4. og 3.flokk bæði í karla- og kvenna flokki.  Það var ekki bara hugmyndin sem kom … Read More