Laugardalshlaupið 2020 – 23. maí

Áheituhlaup fjölskyldunnar – Hlaupum fyrir hjartað í Reykjavík

Laugardaginn 23. maí kl 11.00 fer fram Laugardalshlaup Þróttar 2020. Þetta hlaup er mikilvæg fjáröflun fyrir félagið. Allt miðar þetta að því að fá sem flesta Þróttara til að skokka um hverfið þennan laugardagsmorgun í Þróttarbúning eða litum félagsins. Jafnframt eru þjálfarar félagsins í barna-og unglingaflokkum beðnir að hvetja foreldra til að taka þátt í áheitaleiknum með því að heita á hlaupara, eða með því að hlaupa sjálf og taka börnin með og safna þannig áheitum í þágu félagsins. Hægt er að skrá sig hér. Lifi…!