Baldur Hannes og Stefán Þórður endurnýja samninga

Bræðurnir Baldur Hannes og Stefán Þórður Stefánssynir hafa skrifað undir endurnýjaða samninga við knattspyrnudeild Þróttar og gilda nýir samningar út keppnistímabilið 2022 eða út þrjú næstu tímabil.

Baldur Hannes kom við sögu í 14 leikjum meistaraflokks Þróttar í fyrrasumar í deild og bikar og gert er ráð fyrir að hann spili stórt hlutverk í meistaraflokksliði félagsins á næstu árum.  Hann á jafnframt að baki 21 landsleik með yngri landsliðunum og hefur verið fastamaður í U19 ára liðinu undanfarið.  Stefán Þórður hefur verið að koma inn í meistaraflokksliðið að undanförnu og kom m.a. við sögu í tveimur leikjum í Lengjubikarnum í vetur.   Það er gríðarlegt ánægjuefni fyrir okkur Þróttara að tveir af okkar efnilegustu piltum hafa nú framlengt samninga við félagið og munu þeir vafalaust skipa stóran og mikilvægan sess í félaginu á komandi tímabilum.  Lifi…..!