Sveinn Óli undirritar samning

Markvörðurinn Sveinn Óli Guðnason sem fæddur er árið 2000 og knattspyrnudeild Þróttar hafa undirritað nýjan samning sín á milli sem gildir út keppnistímabilið 2022.  Sveinn Óli hefur leikið lykilhlutverk í 2.flokki félagsins undanfarin ár en hefur jafnframt komið við sögu í þremur meistaraflokksleikjum og lék m.a. lokaleik Þróttar gegn Aftureldingu í Inkassodeildinni á síðasta tímabili. Hann er varamarkvörður meistaraflokks og á eflaust eftir að skipa enn stærra hlutverk í liði félagsins á komandi árum.

Það er gleðiefni fyrir okkur Þróttara að enn bætist í hóp ungra leikmanna sem framlengja samninga eða endurnýja við félagið, hóp leikmanna sem á komandi árum munu leika stór hlutverk í meistaraflokkum félagsins.

Lifi……!

Mynd. Raggi Óla.