Vel heppnaðri knattspyrnuhátíð VÍS og Þróttar lokið

Knattspyrnuhátíð VÍS og Þróttar er lokið þetta árið. Við viljum þakka öllum foreldrum, forráðamönnum og aðstandendum fyrir tillitsemina og þátttökuna í fyrsta móti eftir Covid-19. Við viljum þakka öllum þeim fjölmörgu börnum sem tóku þátt. Gleðin var svo sannarlega til staðar. Við viljum þakka öllum þeim fjölmörgu sjálfboðliðum fyrir aðstoðina sem og barna-og unglingaráði Þróttar fyrir stórskemmtilegt mót sem gekk frábærlega og var sannarlega vel skipulagt. Við þökkum styrktaraðila okkar VÍS fyrir aðkomu og stuðning þeirra við mótið. Við hlökkum til að sjá ykkur öll að ári. Lifi…! #VISMOT2020