Dion í Dalinn

Bandaríski leikmaðurinn Dion Acoff og knattspyrnudeild Þróttar hafa gert samning þess efnis að leikmaðurinn leiki með liðinu í sumar. Dion er Þrótturum vel kunnur, lék með liðinu tímabilin 2015 og 2016, og svo í framhaldi af því með Val í Pepsi deildinni tímabilin 2017 og 2018 þar sem hann varð íslandsmeistari með liðinu.  Dion er gríðarlega öflugur liðsstyrkur fyrir komandi átök og að sögn er hann spenntur að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem framundan er hjá félaginu.  Gert er ráð fyrir að hann komi til landsins á næstu dögum og verði tilbúinn í fyrsta leik deildarinnar þann 19.júni n.k. þegar Þróttur tekur á móti Leikni á Eimskipsvellinum. Við bjóðum Dion Hjartanlega velkominn í Dalinn að nýju og hlökkum til að sjá hann í Þróttaratreyjunni á ný.  Lifi…..!