Egill Helgason skrifar undir þriggja ára samning

Egill Helgason sem fæddur er árið 2003 bætist nú í stækkandi hóp ungra og efnilegra leikmanna Þróttar sem gera samning við félagið en hann hefur nú skrifað undir samning sem gildir út tímabilið 2022.  Egill hefur leikið stórt hlutverk í A deildar liði 2.flokks Þróttar undanfarið og kom við sögu í þremur leikjum meistaraflokks á vordögum í Lengjubikarnum.  Búast má við því að hann láti enn meira að sér kveða á næstu misserum og er hann klárlega einn af framtíðarleikmönnum félagsins sem við óskum góðs gengis á komandi tímabilum.

Það er mikið gleðiefni fyrir alla Þróttara að upprennandi leikmenn sýna félaginu tryggð og eru tilbúnir í að taka þátt í uppbyggingu til framtíðar.

Lifi……!