Sóley María til liðs við Þrótt

Sóley María Steinarsdóttir hefur gengið til liðs við Þrótt að láni frá Breiðablik og leikur því með liðinu í sumar. Sóley María er okkur Þrótturum vel kunn enda uppalin í félaginu en hún gekk til liðs við Breiðablik árið 2019 og hefur komið þar við sögu i 10 leikjum í Pepsi Max deildinni og bikarnum. Hún á jafnframt að baki 22 landsleiki með yngri landsliðunum og lék stórt hlutverk í liði Þróttar tímabilið 2018. Við bjóðum Sóleyju velkomna heim í Dalinn.  Lifi……!