Djordje Panic til liðs við Þrótt

Djordje Panic hefur gengið til liðs við Þróttara og skrifað undir samning sem gildir út keppnistímabilið 2020.

Djordje kemur til Þróttar frá Þýskalandi þar sem hann lék síðast með Bayern Alzenau í D-deildinni en áður hafði hann leikið með Aftureldingu í 1.deildinni s.l. keppnistímabil þar sem hann kom við sögu í 13 leikjum liðsins.  Hann er fæddur 1999, uppalinn í Fjölni og á að baki 8 leiki með yngri landsliðunum.

Við bjóðum Djordje velkominn í Dalinn.  Lifi……!