Liðsstyrkur í Pepsi Max liðið

Lið Þróttar í Pepsi Max deild kvenna hefur fengið liðsstyrk en bandaríski leikmaðurinn Morgan Elizabeth Goff hefur gengið til liðs við Þrótt og leikur með okkur í sumar.  Morgan er 23 ára gömul og getur leikið jafn sem varnarmaður og á miðjunni en fyrrverandi þjálfari hennar lýsir henni sem mjög ákveðnum og duglegum leikmanni með gott hugarfar. Hún kemur til Þróttar úr bandaríska háskólaboltanum þar sem hún lék með Carolina.  Við bjóðum Morgan velkomna í Dalinn og hlökkum til skemmtilegs knattspyrnusumars í Hjartanu í Reykjavík.  Lifi…….!