Piotr Porkrobko ráðinn þjálfari mfl kvenna í blaki

Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að Piotr Porkrobko verður þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Þrótti næsta vetur. Piotr er okkur hjá Þrótti að góðu kunnur en hann þjálfaði annarar deildar liðin okkar í fyrravetur og verður áfram með þann hóp.

Piotr hefur mikla reynslu, bæði sem þjálfari og leikmaður í Póllandi en hann hefur verið hér á landi við þjálfun síðastliðin tvö ár. Piotr kemur með góða reynslu inn í hópinn og verður styrkur af honum í starfinu næsta vetur. Við væntum mikils af samstarfinu við Piotr og hlökkum til næsta vetrar. Með honum á myndinni er formaður deildarinnar, Hrafnhildur Brynjólfsdóttir. Lifi…!