Minnum á Köttaraupphitun fyrir sumarið á þriðjudag kl 21.00

Dagskráin:

21.00 húsið opnar

21.01 Tískuverslun Köttarans opnar. Fyrstur kemur, fyrstur fær.

21.02 Veitingasala Köttarans opnar

21.30 Kynning á Hliðarlínujakkanum 2020 – sem er til í takmörkuðu upplagi.

22.00 Kynning á leikmönnum Meistaraflokks karla sem ætla að sigra Lengjudeildina.

Væntingastjórnun í lagi.

22.15 Kynning á leikmönnum Meistaraflokks kvenna sem ætla að vera um miðja   Pepsimax deildina. Púað á hrakspár sérfræðinga. Væntingastjórnun í lagi.

22.30 Köttarar spjalla sín á milli. Væntingastjórnun fer úr böndunum.

22.31 Allt selst upp í Tískuverslun Köttarans

23.30 Síðasta skálin.