Metþátttaka var í golfmóti Þróttar 2020

Golfmót Þróttar árið 2020 var haldið á Garðavelli þann 5. júní síðastliðinn í ágætis veðri. Ræst var út á öllum teigum en metþátttaka var í mótinu alls 66 þátttakendur, 44 í karlaflokki og 22 í kvennaflokki. Sigurvegari í kvennaflokki var Sigríður I. Sveinsdóttir, í öðru sæti var Grímheiður F. Jóhannsdóttir og í þriðja sæti Ágústa V. Sigurðardóttir. Í Karlaflokki var sigurvegari Sigurður V. Sveinsson, í öðru sæti var Högni H. Kristjánsson og í þriðja sæti var haukur Hafsteinsson.Mótstjórar voru Gústaf Vífilsson, Benedikt Ingvason, Gunnlaugur Jóhannsson og Gunnar E. Jóhannsson.