Hreinn Ingi samningsbundinn út tímabilið

Hreinn Ingi Örnólfsson og knattspyrnudeild hafa undirritað samning sín á milli og er Hreinn nú samningsbundinn félaginu til loka keppnistímabilsins 2020.  Hreinn hefur undanfarin ár verið einn af lykilmönnum Þróttar, kom til félagsins árið 2008 frá Víkingum og lék hann sinn tvöhundruðasta leik fyrir Þrótt í sigurleik í bikarnum gegn Vestra s.l. laugardag.  Það er ánægjuefni fyrir okkur Þróttara að njóta framlags Hreins út komandi tímabil í þeirri baráttu sem framundan er í Lengjudeildinni.

Lifi……!