Albert Elí og Hinrik í æfingahóp U17 landsliðs

Davíð Snorri Jónasson landsliðsþjálfari U17 ára tilkynnti í dag æfingahóp sem taka mun þátt í úrtaksæfingum 6. – 8. júlí n.k. og voru tveir Þróttarar í hópnum, Albert Elí Vigfússon og Hinrik Harðarson.  Albert og Hinrik hafa nýverið gert samning við Þrótt sem gildir út keppnistímabilið 2021 og leika báðir með 3. og 2. flokki hjá félaginu.  Æfingarnar framundan eru hluti af undirbúningi fyrir þátttöku U17 ára landsliðsins í æfingaleikjum við Pólland í september og svo undanriðlið EM í Austurríki í október.  Við óskum strákunum til hamingju með valið og góðs gengis í komandi verkefnum.  Lifi…..!