113 lið skráð til leiks á Capelli Sport Rey Cup 2020

Nú þegar skráningu liða er lokið er það mikil ánægja að tilkynna að 113 lið eru skráð til leik á Capelli Sport Rey Cup 2020. Að þessu sinni eru öll liðin íslensk út af Covid-19 og koma þau alls staðar af landinu.

Í fjórða flokki kvenna er skrá 35 lið frá 17 félögum og í fjórða flokki karla eru einnig 35 lið frá 16 félögum.

Í þriðja flokki kvenna eru skráð 16 lið frá 10 félögum og í þriðja flokki karla eru skráð 27 lið frá 13 félögum.

Við þökkum öllum þessum félögum og liðum fyrir að hafa skráð sig og hlökkum til að taka á móti ykkur í Laugardalunum fagra, hjarta Reykjavíkur, þegar mótið hefst þann 22. júlí n.k. ??