Lárus Björnsson samningsbundinn til 2022

Lárus Björnsson og knattspyrnudeild Þróttar undirrituðu í dag samning til næstu þriggja keppnistímabila og er Lárus nú samningsbundinn félaginu til loka tímabilsins 2022.  Hann kom til Þróttar árið 2018 og kom við sögu í 16 leikjum í deild og bikar á keppnistímabilinu 2019 en á jafnframt að baki 10 landsleiki með yngri landsliðunum.  Fjölmargir ungir leikmenn hafa skrifað undir samninga til lengri tíma að undanförnu og er það ánægjuefni fyrir okkur Þróttara að Lárus er í þeim hópi ungra og mjög svo lofandi leikmanna.  Lifi……!