Fundi um málefni handboltans frestað til miðvikudags

Fundi um málefni handboltans í Þrótti sem fara átti fram í kvöld hefur verið frestað til miðvikudags vegna skimunar leikmanna og starfsmanna fyrir Covid-19.

Þar sem leikmenn og starfsmenn hafa verið boðaðir til skimunar á morgun fylgjum við leiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda og almannavarna og bíðum niðurstöðu skimunar áður en boðað er til fundar í félagsheimilinu.

Nýr fundartími er því miðvikudaginn 1.júlí kl 20:00 í félagsheimili Þróttar.