Old boys verðlauna dómara Þróttar

Dómgæsla er mikilvægur hluti leiksins og í júnímánuði voru leiknir tæplega 70 leikir á svæði Þróttar sem þurfti að manna með dómurum og aðstoðardómurum.

Old boys lið Þróttar leggur dómgæslu í yngri flokkum félagsins ríkulega til með því að útvega dómara úr sínum röðum á marga þessara leikja en auk þess ákváðu þessir síungu leikmenn að verðlauna jafnframt tvo dómara fyrir vel unnin störf mánaðarlega með gjafabréfi í málsverð á Tíu Sopum á Laugarveginum.  Þetta er frábært framtak hjá þeim Old boys piltum og að þessu sinni fengu tveir duglegir dómarar málsverð fyrir tvo á Tíu Sopum, þeir Stefán Hagalín og Hrannar B Arnarsson sem báðir hafa verið virkir í dómgæslunni í nýliðnum mánuði.  Við Þróttarar þökkum Old boys kærlega fyrir framtakið og óskum Stefáni og Hrannari til hamingu með mjög svo verðskuldaða viðurkenningu.  Lifi……Old Boys!