Fundi um málefni handboltans aflýst

Aflýsa þurfti félagsfundi um málefni handknattleiksdeildar Þróttar sem halda átti í gærkvöld vegna dræmrar mætingar.  Til fundarins var boðað á samfélagsmiðlum og heimasíðu auk þess sem sendur var póstur á foreldra allra  iðkenda undanfarin 3 ár.  Fyrir utan aðalstjórn, fundarstjóra og starfsfólk félagsins mættu tveir almennir félagsmenn. Það er mjög miður að ekki hafi tekist að ná fram alvöru umræðu um framtíð handboltans í félaginu og ekki síður eru vonbrigði að enginn hafi boðið sig fram til að leiða starfið.  Það liggur þó þegar fyrir að starfsemi yngri flokka verður haldið áfram eins og verið hefur næsta vetur. Ákvörðun um framhald meistaraflokks er á borði aðalstjórnar.