Magnús Dan Bárðarson er sjötugur í dag, 3.júlí.

Magnús Dan Bárðarson er sjötugur í dag. Magnús er örugglega elsti spilandi leikmaður félagsins, spilar í dag með Oldboys +50 á Íslandsmóti KSÍ, en þar gengur hann venjulega undir nafninu Formaður foreldrafélags Oldboys. Hann er líklega elsti spilandi leikmaður á öllum mótum KSÍ. Allir Þróttarar ættu að þekkja formanninn, enda uppalinn, með fjölda leikja á bakinu með flestum flokkum (með smá viðkomu í Fossvoginum) og mjög liðtækur í sjálfboðaliða- og félagsstarfi félagsins. Formaðurinn varð bikarmeistari með Víking 1971 og spilaði í Evrópukeppni bikarhafa 1972 gegn Legia Warsjá. Hann varð einnig deildarmeistari með Oldboys Þróttar 1990 og 2010. Honum er spáð deildameistara titli með +50 Oldboys 2020.

 

Í tilefni dagsins hafa félagar hans í Oldboys, aðalstjórn félagsins og stjórn knattspyrnudeildar útbúið glæsilegan pakka fyrir piltinn, má þar nefna tvær innrammaðar myndir frá glæstum ferli, flösku af Talisker, áritaða Skotlands-treyju félagsins, út að borða á Tíu sopar fyrir tvo, Tangónámskeið fyrir tvo ofl. Pakkinn bíður í bænum á meðan strákurinn spilar á Pollamóti Þórs um helgina fyrir hönd félagsins.

 

Þegar drengurinn er spurður um hvernig hann fari að því að vera ennþá spilandi svona „gamall“ segir hann bara „snýst um að halda vélinni alltaf í gangi og olíunni volgri … aldrei að stoppa, hjóla í vinnuna, ganga á fjöll, elska konuna o.s.frv“.

Til hamingju með daginn FORMAÐUR!

Lifi …….