Daníel Sigurðsson, 1926 – 1985

Daníel Sigurðsson, 1926 – 1985, kom til Þróttar frá KR, þar sem hann hafði m.a. orðið nokkrum sinnum Íslandsmeistari í meistaraflokki. Hann lék með Þrótti um árabil og tók síðan að sér þjálfun yngri flokka en hann var fádæma vinsæll meðal nemenda sinna, enda barngóður með afbrigðum.

Daníel sat einnig í fyrsta Unglingaráði félagsins, í knattspyrnu, sem skipað var árið 1959.