Fjölmörg lið Þróttar tóku þátt í Símamóti Breiðabliks um síðustu helgi og var árangur stúlknanna algerlega frábær. 5.flokkur var með 5 lið á mótinu sem öll stóðu sig vel, voru í toppsætum og fengu nokkur verðlaun. Uppúr stendur að lið 1 varð Símamótsmeistari eftir 1-0 sigur á móti Breiðablik í úrslitaleiknum en liðið vann alla sína leiki á mótinu. 6.flokkur var einnig með 5 lið á mótinu og áttu þau öll virkilega gott mót þar sem spilaður var flottur fótbolti þrátt fyrir að ekki hafi unnist til verðlauna. 7.flokkur var svo með 3 lið og þar eru mjög efnilegar stelpur sem eiga klárlega eftir að láta að sér kveða í framtíðinni. Samtals voru því 13 lið á vegum Þróttar á mótinu og ljóst að framtíðin er björt hjá þessum stórskemmtilega hópi stúlkna sem æfir hjá félaginu. Þjálfarar hópanna eiga hrós skilið fyrir alla umgjörð og undirbúning sem og allir foreldrar sem lögðu allt sitt í að þátttaka Þróttar í mótinu tækist sem best. Þróttur þakkar stelpunum, þjálfurum og foreldrum fyrir stórskemmtilegt mót og jafnframt Breiðablik fyrir góða framkvæmd við krefjandi aðstæður. Lifi…..!