Ágúst Friðrik Hauksson, 1960-,

Ágúst Friðrik Hauksson, 1960-, er einn af þeim drengjum sem hófu æfingar með félaginu strax eftir flutninginn í Sæviðarsundið.  Hann var í sigursælasta árgangi félagsins sem vann einn til þrjá titla á hverju ári frá 1972 til 1977.  Fyrstu titlarnir sem unnust voru Reykjvíkur- og Haustmeistaratitlarnir í 5.flokki 1972 og síðan komu Íslands- og Reykjavíkurtitlarnir nokkuð reglulega og 1977 unnust báðir titlarnir í 2.flokki með miklum glæsibrag.  1976 vannst nánast allt sem 3.flokkurinn kom nálægt, bæði í knattspyrnu og handknattleik, en Ágúst var þar á fullu á öllum vígstöðvum.  Ágúst fór fljótt að leika með meistaraflokki og lék 191 leik með flokknum og var með í að vinna B-deildina t.d. 1977 og 1982.  Ágúst var valinn til að leika með öllum landsliðum Íslands á árunum 1976 -1980.  Hann hélt til Noregs 1983 þar sem hann lék um skeið ásamt því að þjálfa yngri flokka bæði í knattspyrnu og handknattleik og náði sér í eiginkonu, Mari Janne Rossland.  Þau komu heim til íslands 1992 og var honum þá treyst fyrir þjálfun meistaraflokks og var hann við stjórnvölinn í 4 ár og stóð sig mjög vel. Þau fluttu aftur til Noregs og hafa nú búið þar í rúma tvo áratugi, þar sem hann hélt áfram þjálfun ýmissa liða.