FC Ísland vs Úrvalslið Reykjavíkur í knattspyrnu!
Tökur á nýrri þáttaröð sem sýnd verður á Stöð 2 og ber heitið FC Ísland hefur hafið göngu sína. Í þáttunum FC Ísland ferðast margir af þekktustu fyrrverandi knattspyrnumönnum Íslands um landið og skora á knattspyrnulið á landsbyggðinni í góðgerðarleik til styrktar málefnum í hverju sveitarfélagi. Búið er að mynda öflugt og sterkt lið sem heitir FC Ísland.
Það er mikill keppnisandi í liðinu og þó þeir séu komnir af léttasta skeiði í boltanum eru þeir sannfærðir um að sigra alla leikina. Heyrst hefur að verið sé að smala í mjög sterk lið á öllum stöðum þar sem keppt verður, þannig að FC Ísland er með ýmsar stórgóðar og nýjar hugmyndir um það hvernig þeir ætla að ná fram sigri í leikjunum. Liðið gerir meira en bara að spila fótbolta en ýmsar skemmtilegar þrautir verða lagðar fyrir liðið með það að markmiði að safna áheitum.
Samferða Góðgerðarsamtök aðstoða fólk fjárhagslega sem hafa orðið fyrir áföllum í lífinu hvort sem það eru tengd veikindum hjá foreldrum eða börnum. Nú eða hvað sem er. Ef þú veist um einhvern sem þú telur að þurfi aðstoð máttu endilega segja okkur frá viðkomandi með því að senda okkur póst. Stjórnin kemur saman einu sinni í mánuði og velur þá einstaklinga sem hún telur að þurfi á aðstoð að halda og setur sig í samband við þá aðila er málið snertir.
Ef þú vilt styrkja okkur þá getur þú t.d. haft samband við þinn banka og fengið hann til að skuldfæra af þínum reikningi einu sinni í mánuði nú eða millifært beint inná okkur sjálfur.
Skilaboð okkar til samfélagsins eru skýr: Hver einasta króna sem safnast, fer inná viðkomandi einstakling eða fjölskyldu. Allt er unnið í 100% sjálfboðavinnu og á hugsun einni. Enginn tilkostnaður né heldur yfirbygging.
Ef þú vilt styrkja okkur þá getur þú t.d. haft samband við þinn banka og fengið hann til að skuldfæra af þínum reikningi einu sinni í mánuði nú eða millifært beint inná okkur sjálfur.
Skilaboð okkar til samfélagsins eru skýr: Hver einasta króna sem safnast, fer inná viðkomandi einstakling eða fjölskyldu. Allt er unnið í 100% sjálfboðavinnu og á hugsun einni. Enginn tilkostnaður né heldur yfirbygging.
Ef einhverjar spurningar kunna að vakna, ekki hika við að senda okkur póst.
Reikningsnúmer: 0327-26-114
Kennitala: 6511162870
Kennitala: 6511162870
Leikmannahópur FC Íslands:
Birkir Kristinsson
Bjarnólfur Lárusson
Brynjar Björn Gunnarsson
Valur Fannar Gíslason
Tryggvi Guðmundsson
Ingólfur Þórarinsson
Þórhallur Hinriksson
Eyjólfur Örn Eyjólfsson
Sigurbjörn Hreiðarsson
Baldvin Hallgrímsson
Gunnlaugur Jónsson
Björgólfur Takefusa
Hjörtur Hjartarson
Jón Hafsteinn Jóhannsson
Eysteinn Lárusson
Birkir Kristinsson
Bjarnólfur Lárusson
Brynjar Björn Gunnarsson
Valur Fannar Gíslason
Tryggvi Guðmundsson
Ingólfur Þórarinsson
Þórhallur Hinriksson
Eyjólfur Örn Eyjólfsson
Sigurbjörn Hreiðarsson
Baldvin Hallgrímsson
Gunnlaugur Jónsson
Björgólfur Takefusa
Hjörtur Hjartarson
Jón Hafsteinn Jóhannsson
Eysteinn Lárusson
Fyrirliði FC Ísland: Bjarnólfur Lárusson
Þjálfari: Tómas Ingi
Aðstoðarþjálfari: Friðgeir Bergsteinsson
Leikmenn Reykjavíkur:
María B Ágústsdóttir
Vanda Sigurgeirsdóttir
Ásthildur Helgadóttir
Edda Garðarsdóttir
Rakel Logadóttir
Ásta Árnadóttir
Kristín Ýr Bjarnadóttir
Laufey Ólafsdóttir
Guðrún Sóley
Guðbjörg Gunnarsdóttir
María B Ágústsdóttir
Vanda Sigurgeirsdóttir
Ásthildur Helgadóttir
Edda Garðarsdóttir
Rakel Logadóttir
Ásta Árnadóttir
Kristín Ýr Bjarnadóttir
Laufey Ólafsdóttir
Guðrún Sóley
Guðbjörg Gunnarsdóttir
Þjálfari: Helena Ólafsdóttir
Kíktu á Þróttaravöll kl 20:00 í alvöru fótbolta stemningu til styrktar góðgerðarmála!