Hallur Hallsson, 1980-, hóf ungur að æfa og leika knattspyrnu með félaginu og lék upp alla flokka þess án þess að líta nokkurn tíma til annarra félaga. Hann varð Haustmeistari með 2.flokki árin 1996, ´97 og ´98. Hann varð hluti af meistaraflokki sem vann B-deildina 1997 og fór upp um deild með flokknum árin 2002, 2004, 2007 og 2015 en veran í A-deildinni varð því miður aðeins eitt ár, í hvert skipti, nema 2007 og 2008. Hann varð Reykjavíkurmeistari 2002, í meistaraflokki, en þá hafði Þróttur ekki unnið þann titil síðan 1966. Hallur lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2016 og hafði þá skilað 463 leikjum fyrir félagið og er lang leikjahæstur leikmanna félagsins. Þá var hann fyrirliði liðsins síðustu árin. Hann er mikill keppnismaður og lét í sér heyra ef honum fannst hann beittur órétti. Kannski varð keppnisskapið til þess að hann náði ekki 500 leikja markinu, það fáum við aldrei að vita. Hann var útnefndur „Íþróttamaður Þróttar“ 2008 og sæmdur silfurmerki félagsins á afmæli þess s.l. haust. Hann hefur nú tekið til við þjálfun yngri flokka félagsins, og stjórnar nú 4.flokki karla með Ingva Sveinssyni og Tommy Nielsen.