Guðmundur Vignir Óskarsson, 1951-,

Guðmundur Vignir Óskarsson, 1951-, var einn af foreldrunum, í 5.flokki, sem á Akureyri 2001, fengu þá flugu í höfuðið að það vantaði mót fyrir 4. og 3.flokk bæði í karla- og kvenna flokki.  Það var ekki bara hugmyndin sem kom upp í huga þeirra, heldur skyldi Þróttur halda mótið í „Hjarta Reykjavíkur“ Laugardalnum.  Fífldjörf hugmynd en það orð kom ekki upp í huga þeirra foreldra sem staddir voru á Akureyri þetta sumar.  Guðmundur hafði sig mikið í frammi og  þótti sjálfsagður í starf framkvæmdastjóra mótsins, sem nefnt var Rey Cup og var haldið í fyrsta sinn 2002 og verður því haldið í tuttugasta sinn á næsta ári.  Guðmundur var framkvæmdastjóri mótsins til ársins 2006, ásamt því að taka að sér framkvæmdastjórastöðu Þróttar 2003 og hafði því nóg á sinni könnu um langt árabil.  Guðmundur hefur verið sæmdur gullmerki Þróttar og silfurmerki KSÍ, fyrir störf sín.