Æfingatafla í knattspyrnu haustið 2020 – mikilvægar upplýsingar

Ný æfingataflan í knattspyrnu hjá Þrótti fyrir haustið 2020 hefur verið birt og er búið að gera lítilsháttar breytingar á töflunni frá því drög voru send út þann 15. ágúst s.l. (7 flokkur stúlkna æfir á mánudögum kl 16-17 og 5 flokkur stúlkna æfir á mánudögum kl 15 -16).

 Vegna þess hversu miklar breytingar eru á Íslandsmóti yngri flokka núna og hversu mikið mótin dragast á langinn í einstaka flokkum vegna Covid ástands þá gerum við ráðstafanir og áætlanir fyrir flokkana sem hér segir:

 5, 6, 7 og 8 flokkur beggja kynja æfir skv. sumartöflunni út næstu viku eða til og með 4. september.  Einstaka þjálfarar geta þó gert breytingar og verða þá að láta foreldra iðkenda vita af slíkum breytingum.  Í kjölfarið er svo frí í eina viku og svo verða flokkaskipti og ný æfingatafla (smellið hér) tekur gildi þann 14. september og er þá miðað við nýja flokka.   

 2, 3 og 4 flokkur beggja kynja æfa skv. áætlun þjálfara hvers flokks og eru þeir þjálfarar vinsamlegast beðnir um að vera í góðu sambandi við iðkendur og foreldra þeirra.  Almennt er reiknað með að ný æfingatafla taki líka gildi fyrir þessa flokka þann 14.september en það ræðst nokkuð af stöðu á Íslandsmóti og úrslitakeppnum. 

 Það er ekki einfalt mál að hafa flokkaskiptin þetta haustið þar sem einstaka flokkar eru að leika Íslandsmótið alveg fram undir miðjan október en við vinnum þetta saman og eftir miðjan september verða málin komin í það horf sem við viljum sjá þau í.

Minnt á að frístundarútan hefur göngu sína n.k. mánudag og eru upplýsingar um rútuna jafnframt hér

Ef frekari upplýsinga er óskað þá vinsamlegast hafið samband við íþróttastjóri Þróttar á póstfanginu thorir@trottur.is