Þróttur hefur fengið framherjann Sölva Björnsson að láni frá Gróttu út tímabilið og kom hann við sögu í leik liðsins gegn Þór s.l. laugardag. Sölvi, sem er 21 árs gamall, er uppalinn KR ingur en gekk til liðs við Gróttu frá KR í lok árs 2017 og á að baki 36 leiki með félaginu í deild og bikar og hefur skorað í þeim 17 mörk. Við bjóðum Sölva velkominn í Hjartað í Reykjavík. Lifi…! 👊
Sölvi Björnsson að láni frá Gróttu
