Lára Dís Sigurðardóttir fagnar 15 ára starfsafmæli um þessar mundir

Lára okkar hóf störf fyrir Þrótt árið 2005 í félagsheimili Þróttar og vakti strax athygli fyrir röska framkomu og dugnað.  Í gegnum árin hafa Þróttarar getað leitað til Láru með ýmis mál, enda ráðagóð og úrræðasöm.  Í hinum stundum karllæga heimi sem íþróttafélög eru, er gott að hafa manneskju sem sér hlutina frá öðru sjónarhorni.

Auk starfa fyrir Þrótt þá hefur Lára Dís verið virk í félagsstarfi eins og störf hennar í HM hópnum bera glöggt vitni.  Mest allur undirbúningur og tiltekt vegna „Lambalæri að hætti mömmu“ lendir á henni.

Lára Dís hefur verið sæmd silfurmerki Þróttar fyrir störf sín.

Takk fyrir okkur elsku besta Lára.

Lifi Lára og Lifi Þróttur.