Breytum leiknum – frítt fyrir stúlkur yngri flokka í handbolta

Handknattleikssamband Íslands stendur fyrir átakinu „Breytum leiknum“ sem miðar að því að breyta gömlum og úreltum viðhorfum innan íþróttahreyfingarinnar gagnvart ungum stúlkum.

Markmiðið með átakinu er að bæta ímynd kvennahandboltans og landsliðsins og fá fleiri ungar stelpur til þess að byrja að æfa handbolta, og stunda íþróttir lengur og skapa þannig heim þar sem stelpur eru sjáanlegar í íþróttasamfélaginu og eigi sér sterkar og mikilvægar fyrirmyndir. Með átakinu vill HSÍ ýta undir iðkun ungra stúlka bæði með meiri umfjöllun og betri umgjörð.  Nánari upplýsingar um átakið má finna hér http://hsi.is/frettir/frett/2020/09/08/HSI-l-Breytum-leiknum/ þar sem m.a. er flott myndband sem HSÍ hefur búið til fyrir verkefnið.

Þróttur leggur verkefninu lið með því að bjóða öllum stúlkum í yngri aldursflokkum að æfa handbolta frítt fram að áramótum og eru iðkendur og foreldrar þeirra hvattir til þess að nýta sér þennan möguleika og prófa skemmtilegar æfingar.

Æfingatöflu má finna hér https://www.trottur.is/um-thrott/aefingatoflur/ og mikilvægt er að iðkendur séu skráðir þrátt fyrir að frítt sé að æfa.  Hægt er að ganga frá skráningu hér https://trottur.felog.is/

Nánari upplýsingar veitir íþróttastjóri Þróttar á netfanginu thorir@trottur.is