Þjálfarskipti hjá mfl karla í knattspyrnu

Stjórn knd. Þróttar hefur gert breytingu hjá mfl. karla sem verður til þess að þeir Gunnar Guðmundsson og Srdjan Rakjovic láta af störfum. Í þeirra stað koma til starfa til loka tímabilsins þeir Tómas Ingi Tómasson, Bjarnólfur Lárusson, Hallur Hallsson og Jamie Brassington markmannsþjálfari. Að auki mun Þórður Einarsson yfirþjálfari starfa með hópnum. Það er bæði von okkar og trú að þessi hópur muni leiða liðið farsællega þennan tíma sem eftir er af keppnistímabilinu. Þeim Gunnari og Rajko er þakkað óeigingjarnt starf. Jafnframt vill stjórn knd. óska þeim alls hins besta í framtíðinni.