Tilmæli sóttvarnalæknis og ríkislögreglustjóra varðandi íþróttastarf

Sóttvarnarlæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa sent tilmæli til íþróttahreyfingarinnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu eru þar beðin um að gera hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum frá deginum í dag til 19. október. Jafnframt eru þau beðin um að fresta keppnisferðum út á land. 

Í fréttatilkynningu sóttvarnarlæknis og ríkislögreglustjóra er komið inn á fleiri atriði sem tilmæli eru um hér á höfuðborgarsvæðinu. 

Tilmælin má finna hér

Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti á fundi sínum fyrr í dag að beina því til íþróttahreyfingarinnar á höfuðborgarsvæðinu að fara að tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Af þessum sökum falla allar skipulagðar íþróttaæfingar á vegum Þróttar niður frá og með deginum í dag þar til annað verður tilkynnt.