Stefán Laxdal Aðalsteinsson, 1959-, hóf að æfa knattspyrnu hjá Þrótti strax eftir að félagið flutti í Sæviðarsundið. Hann lék í öllum flokkum og var í mjög svo sigursælum liðum upp marga yngri flokkana. Árið 2001 var hann kosinn í aðalstjórn félagsins og sat þar til ársins 2008. Sama ár, þ.e. 2001, varð hann fulltrúi Þróttar í Knattspyrnuráði Reykjavíkur þar sem hann hefur gætt hagsmuna félagsins síðan og er núverandi gjaldkeri ráðsins. Stefán hefur verið sæmdur gullmerki Þróttar og KSÍ, ásamt silfurmerki KRR. Hann heldur upp á 61 árs afmæli sitt nú í vikunni, þann 23.okt.
Þróttari vikunnar: Stefán Laxdal Aðalsteinsson
