Bergrós í dómaraverkefni í Wales

Þróttarinn Bergrós Unudóttir sem áður lék með meistaraflokki er nú í sínu fyrsta verkefni sem dómari á erlendri grundu.  Á morgun mætast Wales og Færeyjar í undankeppni EM 2022 í Cardiff og verður þetta í fyrsta skipti sem fjórar íslenskar stúlkur skipa dómarakvartett í alþjóðlegum leik A landsliða.  Þess má jafnframt geta að dómari leiksins, Bríet Bragadóttir, var um tíma líka skráð í Þrótt en kemur reyndar frá Sindra á Hornafirði.  Þessi tímamótaleikur hjá Bergrós sýnir svo ekki verður um villst að með áræðni og áhuga má ná langt í dómgæslu á tiltölulega stuttum tíma og er þetta mikilvæg hvatning til áhugasamra um hvað hægt er að afreka á dómarasviðinu.  Við óskum Bergrós til hamingju með verkefnið og vitum að hún verður félaginu og ekki síður landi og þjóð til sóma. Lifi…….!