Þróttur og Hagkaup undirrita samstarfssamning til þriggja ára

Þróttur og Hagkaup hafa gert með sér samstarfssamning sem gildir til þriggja ára frá og með 1.janúar 2021 til ársloka 2023.

Kjarni samstarfsins og meginforsenda er að með stuðningi Hagkaups verði Þrótti unnt að halda áfram að byggja upp öflugt íþrótta – og félagsstarf í Laugardalshverfinu ásamt því að tryggja að barna – og unglingastarf Þróttar dafni.  Í samningnum felst að Hagkaup verður einn af aðalstyrktaraðilum félagsins þar sem m.a. auglýsing verður á öllum keppnisbúningum félagsins í öllum aldursflokkum og deildum sem og á tilteknum æfingafatnaði.  

Það er mikið ánægjuefni fyrir Þrótt að fá jafn stóran aðila úr hverfinu og Hagkaup til samstarfs, ekki síst í þeirri stöðu sem íþrótta – og æskulýðsstarf hefur verið í undanfarin misseri vegna heimsfaraldurs Covid 19.   Þróttara fagna samningnum og hlakka til ánægjulegra næstu þriggja ára í samfylgd Hagkaups.