Uppfærð Jafnréttisáætlun Þróttar samþykkt í aðalstjórn

Á fundi aðalstjórnar Þróttar þann 28.október var samþykkt uppfærð jafnréttisáætlun félagsins og hefur hún nú verið birt á heimasíðunni undir flipanum „Félagið“. Einnig er hægt að nálgast hana með því að smella hér.
Jafnréttisáætlunin er útfærð í samræmi við leiðbeiningar Reykjavíkurborgar,  ÍBR og íþróttahreyfingarinnar í heild og er samhliða henni aðgerðaáætlun sem félaginu er ætlað að fylgja sé ástæða til hverju sinni.  Félagsmenn eru hvattir til þess að kynna sér áætlunina sem og aðrar þær áætlanir og reglur sem félaginu er ætlað að starfa eftir.