Þróttari vikunnar: Ásmundur Helgason

Ásmundur Helgason1965-,sleit barnsskónum á Háaleitisbrautinni en flutti þó ungur að árum í Glaðheima og var því forðað frá því að verða Framari.  Hann lék knattspyrnu upp alla flokka félagsins og þótti liðtækur leikmaður.  Hann lék alls 109 leiki fyrir meistaraflokk Þróttar. Eftir að skórnir fóru upp á hillu tóku við margs konar sjálfboðastörf, m.a. seta í stjórn knattspyrnudeildar og á seinni árum framleiðsla á varningi merktum félaginu, í félagi við bróður sinn Gunnar. Ásmundur hefur stutt við bakið á félaginu með margs konar hætti, fyrst með þátttöku sinni með hinum líflegu Kötturum sem áttu áhorfendapalla íslenskrar knattspyrnu um langt skeið en nú nýverið m.a. með því að verðlauna leikmenn sem hafa þótt skara fram úr í leikjum meistaraflokkanna, með gjafabréfi á Gráa köttinn, veitingastað við Hverfisgötuna sem hann á ásamt eiginkonu sinni. Hann hefur einnig leikið við góðan orðstýr með Eldri flokki Þróttar (Old boys).

Ásmundur hefur verið sæmdur gullmerki Þróttar og silfurmerki KSÍ og KRR.