Þróttari vikunnar: Gunnlaugur Jóhannsson

Gunnlaugur Jóhannsson, 1960-, hóf að iðka blak hjá Þrótti á fyrstu árum deildainnar. Hann lék með meistaraflokki Þróttar til fjölda ára á gullöld félagsins og frá 1993 til 2000 gegndi hann formennsku í deildinni. Samhliða formennsku sá hann um þjálfun yngri flokka deildarinnar um tíma. Í formannstíð Gulla náði meistaraflokkur að landa þrívegis Íslandsmeistaratitlum og fjórum bikarmeistaratitlum. Í tilefni 25 ára afmælis deildarinnar 1999 fékk hann danska stórliðið Holte í heimsókn til að keppa við Þrótt.

Á seinni árum hefur Gulli verið í forystu þeirra sem haldið hafa utan um golfmót Þróttar, auk þess að hampa titlinum“Golfmeistari Þróttar“, 1997, 1999, 2008 og 2012.

Gunnlaugur hefur hlotið silfurmerki Þróttar fyrir störf sín.  Hann fagnar sextugsafmæli sínu 26.nóvember n.k.