Þróttur skiptir um búninga á alla flokka félagsins í öllum greinum

Knattspyrnufélagið Þróttur og Capelli hafa náð samkomulagi um að ljúka því samstarfi sem staðið hefur yfir frá árinu 2018. 

Nú þegar er hafin vinna við að leita tilboða frá birgjum innanlands í búnað fyrir iðkendur Þróttar.  

Stefnt er að því að ganga frá nýjum samningi sem allra fyrst og með það að markmiði að nýr Þróttarafatnaður verði til sölu fyrir jól. 

Nánari upplýsingar um framgang mála verða veittar eins skjótt og auðið er.