Ungir leikmenn skrifa undir samninga

Þau Ísabella Anna Húbertsdóttir og Ólafur Fjalar Freysson hafa skrifað undir samning við Þrótt. Báðir samningar eru til tveggja ára. 

Ísabella kemur til félagsins frá Val, lék með Þrótti síðastliðið sumar og stóð sig vel. Hún er fædd 2001 og sannarlega framtíðina fyrir sér á knattspyrnuvellinum. Ísabella hefur leikið með nánast öllum unglingalandsliðum Íslands, hún getur leikið ýmsar stöður og er því mjög góður liðsstyrkur fyrir okkur Þróttara.

Ólafur Fjalar er alinn upp í Þrótti, eldsnöggur vinstri fótar maður sem á eftir að láta að sér kveða. Ólafur er fæddur 2002, á eitt ár eftir í 2. flokki er hiklaust í hópi þeirra ungu leikmanna sem Þróttur vill byggja á til framtíðar.  Lifi Þróttur!