Viltu tilnefna Þróttara ársins?

Líkt og áður verður Þróttari ársins útnefndur í lok árs en Þróttari ársins hefur jafnan verið sjálfboðaliði innan félagsins sem hefur sinnt óeigingjörnu starfi á árinu sem er að líða.  Nú gefst öllum félagsmönnum kostur á að tilnefna Þróttara ársins og er hægt að senda tilnefningu á póstfangið trottur@trottur.is  og láta fylgja stuttan rökstuðning fyrir því hvers vegna viðkomandi ætti að útnefna þessari heiðursnafnbót fyrir árið 2020. Það athugist að Þróttari ársins er valin úr hópi sjálfboðaliða, ekki stjórnarfólks eða starfsfólks félagsins. 

Áhugasamir vinsamlegast skilið inn tilnefningu á áður nefnt póstfang í síðasta lagi 20.desember n.k.  Farið verður með allar tilnefningar sem trúnaðarmál.