Sóley María skrifar undir samning við Þrótt

Sóley María Steinarsdóttir skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Þrótt. Sóley lék með Þrótti síðastliðið sumar sem lánsmaður frá Breiðabliki. Sóley er uppalinn í Þrótti, hefur leikið með félaginu alla tíð og á baki fjölmarga leiki með yngri landsliðum Íslands. Sóley er fædd árið 2000 ásamt og með fleiri lykilkonum mfl. Þróttar í dag, hún spilaði fyrsta leik sinn í efstu deild aðeins fimmtán ára gömul og hefur leikið 80 leiki í meistaraflokki, þar af 25 í efstu deild.  

Sóley er boðinn hjartanlega velkominn í dalinn.