Dregið í jólahappdrættinu 29.desember

Vegna fjölmargra fyrirspurna um aukin frest til sölu á happdrættismiðum í jólahappdrætti Þróttar hefur verið ákveðið að fresta drætti til þriðjudagsins 29.desember.  Dregið verður fyrir hádegi þann 29.des og vinningsnúmer birt á heimasíðu félagsins ásamt vinningaskrá.

Iðkendur og aðrir hafa staðið sig afar vel við sölu á miðum og þakkar Þróttur frábærar viðtökur þetta árið.