Anna Katrín og Guðni eru Þróttarar ársins 2020

Anna Katrín Sveinsdóttir og Guðni Jónsson eru Þróttarar ársins 2020.    Traustir Þróttarar sem ávallt eru tilbúin í verkefni sem snúa að félaginu og ef þau eru ekki að sinna sjálfboðaliðastörfum þá eru þau mætt til að fylgjast vel með leikjum bæði yngri flokka og meistaraflokka og koma nánast að framkvæmd allra viðburða á vegum félagsins, hvort sem það er mótahald eða annað.   Anna Katrín hefur m.a. verið tengiliður erlendra liða á Rey Cup og nýtur stuðning Guðna í þeim verkefnum.  Anna Katrín og Guðni eru vel að því komin að vera útnefnd Þróttarar ársins og óskum við þeim hjartanlega til hamingju með verðskuldaða nafnbót.