Skráningar í handbolta og blak – æfingatöflur

Opnað hefur verið fyrir skráningar á æfingar í handbolta og blaki fyrir vortímabilið 2021 en skráning fer fram í skráningarkerfi Þróttar sem er hér https://trottur.felog.is/ Æfingatöflur hafa verið birtar á heimasíðunni og má finna þær á forsíðunni.

Minnt er á að hægt er að nýta frístundastyrk til greiðslu æfingagjalda en ef nýta á frístundastyrk þarf að fara í gegnum skráningasíðu Þróttar með rafrænum skilríkjum eða Íslykli og ráðstafa þar í gegn. (Ekki er hægt að ráðstafa frístundastyrknum í gegnum rafræna Reykjavík).

Gert er ráð fyrir því að foreldrar/forráðamenn skrái börn sín sjálf inn í skráningarkerfið og skal skráningu lokið fyrir 20.janúar 2021. Ef frekari upplýsinga er óskað þá vinsamlegast hafið samband við íþróttastjóra Þróttar á netfanginu thorir@trottur.is