Kairo Edwards-John gengur til liðs við Þrótt

Þróttarar hafa skrifað undir leikmannasamning við Kairo Edwards-John, 21s árs gamlan Breta frá Leicester sem lék á Íslandi á síðastliðnu sumri í Lengjudeildinni með Magna og skoraði þá 6 mörk í 19 leikjum. Kairo er skæður framherji, snöggur og sterkur og hans hlutverk í félagi við aðra, verður að gæða sóknir Þróttar lífi í vor og sumar. Kairo lék síðast með Stratford Town i Englandi en hann er alin upp hjá Leicester og lék með yngri liðum félagsins allt upp í U-23 ára liðið. Kairo spilaði að auki leiki með enska landsliðinu undir 16 ára.

Kairo er væntanlegur til Íslands í byrjun febrúar. 

Kristján Kristjánsson formaður knd. Þróttar lýsir mikilli ánægju með samninginn við Kairo: ,,Við höfum mikla trú á þessum unga snaggaralega Breta, hann stóð sig mjög vel í Lengjudeildinni síðastliðið sumar og við vonumst til að muni styrkja sóknarleik okkar verulega.  Ef allt gengur að óskum ætti Kairo að geta spila stórt hlutverk hjá okkur Þrótturum á næsta tímabili.“