Ungir leikmenn Þróttar hafa verið boðaðir á landsliðsæfingar eða úrtaksæfingar KSÍ á næstu dögum og því nóg af verkefnum hjá þeim á næstunni. Baldur Hannes Stefánsson er boðaður á æfingar U19, Jelena Tinna Kujundzic og Andrea Rut Bjarnadóttir á U19, Egill Helgason á U18 og Albert Elí Vigfússon og Hinrik Harðarson á U17 æfingar landsliða. Frábærir fulltrúar félagsins og framtíðarleikmenn sem við óskum góðs gengis í komandi æfingum.
Ungir Þróttarar á landsliðsæfingum
