Þróttur gerir samstarfssamning við Sparta GK

Þróttur og markmannshanskafyrirtækið Sparta GK í í Bretlandi hafa undirritað samstarfssamning sem felur í sér að markverðir félagsins klæðast hönskum frá fyrirtækinu. Um leið mun Strata GK kynna Þrótt sem samstarfsfélag, hið fyrsta í röðinni utan Bretlandseyja.  

Strata GK er vaxandi fyrirtæki sem hefur á boðstólum góða vöru við sanngjörnu verði fyrir jafnt börn, unglinga og fullorðna og hentar því einkar vel til samstarfs fyrir Þrótt.  

Kristján Kristjánsson form. knd. Þróttar segir: ,,Við erum hæstánægð með að komast í samband við Sparta GK, vara þeirra er góð, hún er á góðu verði og mun því nýtast öllum markvörðum félagsins, yngri og eldri. Samstarfssamningurinn felur í sér aðgang að þekkingu og reynslu sem nýtist vel.“ 

Chris Stygal framkvæmdastjóri Sparta GK segir: ,,Frá því Sparta GK var stofnað 2015 hefur fyrirtækið vaxið jafnt og þétt og við erum mjög ánægð með að bæta nú Þrótti í hóp samstarfsfélaga fyrirtækisins.  Við hlökkum til að þjóna félaginu, utan vallar og innan, með þeim vörum sem við bjóðum.