Álfhildur og Sóley valdar í æfingahóp A – landsliðs kvenna

Álfa og Sóley

Þorsteinn Halldórsson, nýr landsliðsþjálfari hefur valið sinn fyrsta æfingahóp. Í honum eru eingöngu leikmenn sem leika hér á landi og munu þær koma saman til æfinga 16  – 19. febrúar. Þróttur á tvo fulltrúa í hópnum, þær Álfhildi Rósu Kjartansdóttur og Sóley Maríu Steinarsdóttur.

Þá má þess geta að í hópnum er reyndar þriðji uppaldi Þróttarinn, því Stefanía Ragnarsdóttir, jafnaldra þeirra tveggja sem nú leikur með Fylki var líka valinn.